Falleg og rúmgóð 3ja herbergja íbúð staðsett í stóru húsi á 3000 m2 lóð í hæðum Esparron rétt fyrir ofan Lac de Esparron.
Íbúðin sem er á jarðhæð samanstendur af þremur svefnherbegjum með tvíbreiðum rúmum, tveimur baðherbergjum, fullbúnu eldhúsi, stofu og borðstofu bæði úti og inni.
Á efri hæð er björt sólarverönd og 10 m sundlaug sem gestir hafa einir aðgang að á flestum tímum dags. Fallegur garður er í kringum húsið sem gestir hafa ótakmarkaðan aðgang að. WiFi internet er í íbúðinni og á veröndinni.
Sé þess óskað er morgunmatur í boði frá 8.30 til 9.30 fyrir 10 Evrur á mann. Í boði eru ferskir ávextir, egg, ostur, brauð, heimatilbúin sulta og pönnukökur.
Íbúðin er leigð út í lágmark 7 daga í einu, frá laugardegi til kl. 10 á laugardeginum eftir. Vikuleiga er 805 Evrur fyrir allt að 6 gesti,
Details
- Guests: 6
- Size: 120m²
- Bed Type: 3 x Queen size, 1 x svefnsófi
Prices start at: 805€ for 7 nights